Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Rödd í eyðimörkinni - Fyrirrennari

Feb 10, 2019

Jóhannes hafði eitt hlutverk, að undirbúa komu Jesú. Hans köllun í lífinu var að auðvelda einhverjum öðrum að ná til fólks.

Þessi predikun fjallar um að vera ekki sjálfmiðuð eða stolt. Við þurfum ekki að vera stjarnan, við erum að vinna að stærri hagsmunum. Við sem erum kristin þurfum að hafa hugarfar guðsríkisins, það þarf ekki allt að vera eins og ég vil, svo lengi sem Jesús kemst til skila. Hann á að stækka, en ég á að minnka. Ekki öfundsjúk, ekki í samkeppni, ekki upptekin af eigin hag. Ekki í keppni við aðrar kirkjur eða annað fólk, guðsríki er stærra.