Börn/Children & COVID-19
Grein eftir Guðlaugu Maríu Sveinbjörnsdóttur mastersnema í klínískri barnasálfræði.
English below
COVID-19 og börn
Góð ráð til þess að COVID-19 hafi sem minnst áhrif á líðan barna.
Verum róleg
Verum til staðar fyrir börnin, hlustum á þau og þær spurningar eða vantaveltur sem þau gætu haft. Börnin heyra alls konar um það sem er að gerast í samfélaginu en skilja kannski ekki endilega alltaf hvað er í gangi. Það er því mikilvægt að við sýnum þeim athygli, fylgjumst með þeim og líðan þeirra, gefum okkur tíma til að spyrja hvernig þeim líði, hlusta á þau og ef þau eru með spurningar, að reyna að svara eftir bestu getu og reyna þá að finna aðrar leiðir til að svara spurningum ef maður veit ekki svarið sjálfur. Það er til dæmis hægt að spyrja aðra sem vita betur eða leita upplýsinga á t.d. síðum eins og hjá World Health Organization (https://www.who.int/) eða hjá Embætti landlæknis og Almannavörnum ríkisins (https://www.covid.is). Reynum að forðast að taka upplýsingar af fréttasíðum eins og mbl.is eða visir.is því fréttir gætu ýtt undir meiri kvíða.
Reyna að halda rútínu
Það er mikilvægt að reyna eftir fremsta megni að halda rútínu hjá börnunum, eða reyna að búa til nýja rútínu fyrir börnin. Muna t.d. alltaf eftir matartímum og reyna að hafa háttatíma á skynsamlegum tímum þrátt fyrir hugsanlega óreglu í daglegu lífi.
Kenna hreinlæti
Mikilvægt að útskýra samfélagslegar breytingar
Munum að þetta er tímabundið ástand
Munum að biðja með börnunum
Heimildir:
Talking with children about Coronavirus Disease 2019. (2020, March 9). Retrieved from https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/community/schools-childcare/talking-with-children.html
World Health Organization. (2020) Helping children cope with stress during 2019-nCoV outbreak [PDF file].
---------------------------------------------------------------
English
COVID-19 and children
Good advice to help children to deal with the COVID-19 situation.
Stay calm
It is important to try to stay calm around the children to decrease the likelihood that the children get influenced by the anxiety, worries and stress that many adults might be experiencing now, so it will not increase anxiety within the children.
Try to keep a routine for the children
It is important to have some routine for the children. For example, try to remember to have a meal plan and put them to bed at a reasonable hour although there might be some irregularity in the daily life.
Teach cleanliness
It is important to explain the changes that are happening in the society
Remember to pray with our children
References:
Talking with children about Coronavirus Disease 2019. (2020, March 9). Retrieved from https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/community/schools-childcare/talking-with-children.html
World Health Organization. (2020) Helping children cope with stress during 2019-nCoV outbreak [PDF file].
COVID-19 og börn
Góð ráð til þess að COVID-19 hafi sem minnst áhrif á líðan barna.
Verum róleg
- Mikilvægt að reyna að halda ró sinni í kringum börnin þannig að þau finni síður fyrir kvíða, áhyggjum og streitu sem margir fullorðnir eru að finna fyrir. Það gæti aukið á kvíða hjá börnunum sjálfum.
- Ef foreldrar finna sjálfir fyrir kvíða er gott að reyna að vinna í sínum kvíða og mikilvægt að áður en talað er við börnin að maður reyni að verða róleg(ur) sjálf(ur) áður en maður talar við börnin.
Verum til staðar fyrir börnin, hlustum á þau og þær spurningar eða vantaveltur sem þau gætu haft. Börnin heyra alls konar um það sem er að gerast í samfélaginu en skilja kannski ekki endilega alltaf hvað er í gangi. Það er því mikilvægt að við sýnum þeim athygli, fylgjumst með þeim og líðan þeirra, gefum okkur tíma til að spyrja hvernig þeim líði, hlusta á þau og ef þau eru með spurningar, að reyna að svara eftir bestu getu og reyna þá að finna aðrar leiðir til að svara spurningum ef maður veit ekki svarið sjálfur. Það er til dæmis hægt að spyrja aðra sem vita betur eða leita upplýsinga á t.d. síðum eins og hjá World Health Organization (https://www.who.int/) eða hjá Embætti landlæknis og Almannavörnum ríkisins (https://www.covid.is). Reynum að forðast að taka upplýsingar af fréttasíðum eins og mbl.is eða visir.is því fréttir gætu ýtt undir meiri kvíða.
- Mikilvægt er að hughreysta og róa börnin. Börn geta verið hrædd um að þau sjálf eða einhver sem stendur þeim nærri veikist og þá er mikilvægt að þau viti að langflestir af þeim sem að veikjast lifa það af og þetta virðist hafa lítil áhrif á börn.
- Börn gætu heyrt einhverjar sögur af veirunni í fréttum eða frá öðrum og þá er mikilvægt að foreldrar eða aðrir séu til staðar til að geta leiðrétt ef þau hafa heyrt vitleysur eða reynt að hughreysta og tala við þau um áhyggjur sem gætu komið upp.
- Mikilvægt er að vera meðvitaður um hvað við segjum, horfum á og hlustum á í návist barnanna. Börnin eru oft að fylgjast með því sem við segjum, horfum á eða hlustum á þó svo að við föttum það ekki alltaf. Þau gætu orðið stressuð yfir því sem þau heyra. Gott gæti verið að taka “fréttapásu” á meðan börnin eru nálægt.
- Ekki vera hrædd við að tala við börnin um veiruna. Það að halda þessu frá þeim gæti valdið meira kvíða hjá börnunum.
- Reynum að útskýra fyrir börnunum á þann hátt sem þau skilja, það er að segja, eftir aldri og þroska barnanna. Fyrir suma gæti hjálpað að tala við þau, fyrir aðra gæti hentað að teikna upp fyrir þau, fara í leik með þeim eða segja þetta í öðruvísi formi.
- Það er líka gott að leika við börnin og slaka á, dreifa athyglinni og hugsa um eitthvað annað þannig að athyglin sé ekki alltaf á því sem er að gerast í samfélaginu.
Reyna að halda rútínu
Það er mikilvægt að reyna eftir fremsta megni að halda rútínu hjá börnunum, eða reyna að búa til nýja rútínu fyrir börnin. Muna t.d. alltaf eftir matartímum og reyna að hafa háttatíma á skynsamlegum tímum þrátt fyrir hugsanlega óreglu í daglegu lífi.
Kenna hreinlæti
- Mikilvægt er að kenna börnunum mikilvægi þess að þvo sér um hendurnar. T.d. áður en maður fer að borða og þegar maður kemur inn eftir að hafa verið úti. Eins að reyna að forðast að koma mikið við andlitið á sér. Hægt er að notast við leik eða söng þegar verið er að kenna að þvo sér um hendur.
- Mikilvægt er að kenna börnum að hnerra og hósta í olnbogabótina
- Kenna börnunum að þetta eru almenn hreinlætisviðmið sem eiga alltaf við, en ekki bara þegar COVID-19 er í gangi.
Mikilvægt að útskýra samfélagslegar breytingar
- Útskýra fyrir börnunum af hverju skóla gæti verið sleppt, foreldrar eru farnir að vinna heima eða samgöngur eins og flug raskist (t.d. að segja að þetta sé gert til að vernda okkur þannig að allt fólkið í landinu veikist ekki allir á sama tíma).
Munum að þetta er tímabundið ástand
- Minnum hvort annað og börnin á að þetta er tímabundið ástand sem varir ekki að eilífu. Stundum koma sjúkdómar sem erfitt getur verið að lækna í fyrstu, en svo finnst lausn á því og þá kemst allt í eðlilegt far aftur.
Munum að biðja með börnunum
- Bænin er verkfæri sem við megum ekki gleyma.
- Þetta getur verið gott tækifæri til að kenna börnunum að treysta Guði í erfiðum aðstæðum og treysta því að Hann sjái fyrir öllu.
Heimildir:
Talking with children about Coronavirus Disease 2019. (2020, March 9). Retrieved from https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/community/schools-childcare/talking-with-children.html
World Health Organization. (2020) Helping children cope with stress during 2019-nCoV outbreak [PDF file].
---------------------------------------------------------------
English
COVID-19 and children
Good advice to help children to deal with the COVID-19 situation.
Stay calm
It is important to try to stay calm around the children to decrease the likelihood that the children get influenced by the anxiety, worries and stress that many adults might be experiencing now, so it will not increase anxiety within the children.
- Be there for the children, listen to them and answer their questions.
- The children might be hearing all kinds of things regarding COVID-19, and they might be very confused with all of it. It is important that we show them attention, be aware of how they act and feel, give them time to ask questions, listen to what they have to say and if there are some questions that are hard to answer, try to find some ways to answer them later (for example by asking someone who might know the answers or find the answers on websites like the World Health Organization (https://www.who.int/), Embætti landlæknis and Almannavörnum Ríkisins (https://www.covid.is/english). Try to avoid getting the information from the news (like mbl.is or visir.is) because it might increase the anxiety.
- It is important to reassure. The children might be afraid that they will get the disease or that someone they love will get the disease. It can be helpful for them to know that the majority of people who get the disease, recover fully and that the disease seems to have little effect on children.
- The children might be hearing some stories about COVID-19 which may not all be true. It is therefore important that parents or other adults can be there for the children, listen to them and correct if there is something that is not true and reassure and talk to the children about worries that they might have.
- It is important to be conscious about what we say, watch and listen to when the children are around. The children are listening although we do not notice that all the time and they can be stressed because of the news. It could be good to take some “news-time-out” while the children are around.
- Do not be afraid to talk to the children about COVID-19. If we keep it away from them, they might get more anxious about it.
- Try to explain for the children what is going at a level appropriate to their age and development. For some it could be helpful to talk to them, for others it could be good to draw for them what is going on, or tell it in some other way.
- It is important to play with the children and relax, take the attention of COVID-19 and think about something other than what is happening in the world.
Try to keep a routine for the children
It is important to have some routine for the children. For example, try to remember to have a meal plan and put them to bed at a reasonable hour although there might be some irregularity in the daily life.
Teach cleanliness
- It is important to teach the children the importance of washing their hands. For example, before meals and when they go inside after playing outside. It is also good to teach them not to touch their face. You can use songs or games to teach them to wash their hands.
- It is important to teach the children to sneeze or cough in their elbow.
- Teach the children that this is important always, not only as preventative measures against getting COVID-19
It is important to explain the changes that are happening in the society
- Explain for the children why the school may be closed, why the parents are working from/staying at home and why changes are happening in the society (for example, this is done to protect us so that not all people in the country will get sick at the same time)
- Remember that this is a temporary situation
- Remind each other and the children that this is a temporary situation which will not last forever. Sometimes diseases develop that are hard to medicate at first, but then solutions will come and everything will go back to normal.
Remember to pray with our children
- Prayer is a tool that we should not forget to use.
- This is a good opportunity to teach the children to trust in God in difficult situations and trust that He will take care of everything.
References:
Talking with children about Coronavirus Disease 2019. (2020, March 9). Retrieved from https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/community/schools-childcare/talking-with-children.html
World Health Organization. (2020) Helping children cope with stress during 2019-nCoV outbreak [PDF file].
Recent
Archive
2024
2023
May
September
October
2022
2021
2020
2019
February
April
July
September