Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Karlamorgun

Laugardaginn 14. október kl. 10 verður haldinn Karlamorgun í kaffisal Fíladelfíu.

Hittingarnir hafa það að leiðarljósi að styrkja tengsl karla innan kirkjusamfélagsins, hafa gaman, uppörvast í orðinu og styðja hvorn annan á trúargöngunni.  

Morgnarnir byrja á morgunmat, svo er farið inn í lofgjörð þá er hlustað á hugvekju og að lokum er hópnum skipt í minni hópa sem gefur tækifæri á að ræða hugleiðinguna eða annað sem mönnum liggur á hjarta.

Hittingarnir hafa verið mikil blessun og styrkt sambönd karla innan kirkjunnar.
Við hvetjum því karla á öllum aldri að mæta á þennan hitting.
Verð: 1000 kr

Hægt er að skrá sig með því að merkja við "mæti" á facebook viðburð karlastarfsins
https://www.facebook.com/events/266362869710365/?ref=newsfeed

Recent

Archive

Categories

Tags