Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Unglingafræðsla í vetur

Unglingafræðsla veturinn 2021-2022

Á hverju ári býður Fíladelfía unglingum á fermingaraldri að þiggja fræðslu í kirkjunni sem lýkur með athöfn sem kölluð er unglingablessun. Þar er beðið fyrir unga fólkinu og þau blessuð inn í fullorðinsárin.

Síðustu ár hefur unglingablessunin verið fyrsta sunnudag eftir páska og verður það eins árið 2022, þ.e.a.s. sunnudaginn 24. apríl klukkan 11:00.

Fyrsta fræðslan verður föstudaginn 5. nóvember klukkan 18:30. Tíminn miðast við að þeir sem vilja geti farið á unglingasamkomu í kjölfar fræðslunnar. Kennt verður út nóvember en ekki verður fræðsla í desember. Eftir áramót hefst fræðslan föstudaginn 14. janúar. Fræðslan er opin öllum unglingum á þessum aldri, óháð kirkjuaðild.

Ekki þarf að skrá unglinga fyrirfram í unglingafræðsluna. Það er nóg að þeir mæti 5. nóvember klukkan 18:30. Best er að ganga inn á miðhæð, frá bílastæði Hátúnsmegin.
Fyrirspurnum má beina til Helga Guðnasonar, helgi@filadelfia.is eða  til safnaðarskrifstofu, filadelfia@filadelfia.is.

Recent

Archive

 2024

Categories

Tags