Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Fyrir þá sem minna mega sín

Eins og flestir vita hefur Hvítasunnukirkjan Fíladelfía árum saman haldið jólatónleika undir yfirskriftinni „Fyrir þá sem minna mega sín“ þar sem allur ágóði er gefinn til góðra málefna, bæði til hjálparsamtaka og til einstaklinga og fjölskyldna sem lent hafa í áföllum og þurfa aðstoð. Í ár eru engir jólatónleikar haldnir en okkur berast beiðnir um að við styrkjum góð málefni.  Okkur langar til að geta lagt okkar af mörkum og bjóðum ykkur að taka þátt í því. Þeim sem vilja gefa í styrktarsjóðinn „Fyrir þá sem minna mega sín“ er boðið að leggja inn á reikning nr. 338-26-3739 kt. 540169-3739. Þessi reikningur er helgaður þessu verkefni; að styðja þá sem minna mega sín, vegna veikinda eða áfalla. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.


Recent

Archive

Categories

Tags