Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jólastund í Fíladelfíu

Í ár  verður mjög spennandi viðburður í Fíladelfíu sem við köllum Jólastund. Um er að ræða lágstemmda, kósý tónleika þar sem Gospeltónar, þau Óskar Einarsson, Fanny Tryggvadóttir ogHrönn Svansdóttir fá til sín góða gesti.  

Gestalistinn er ekki af verri endandum en á honum eru þau Páll Rósinkranz ,Hera Björk, KK, Helga Möller og Elísabet Ormslev. Hljómsveitna skipa Óskar Einarsson, Jóhann Ásmundsson, Brynjólfur Snorrason og Pétur Erlendsson.

Þessi viðburður kemur í stað okkar landsþekktu árlegu jólatónleika kirkjunna sem ekki er hægt að halda í ár vegna samkomutakmarkana.

Um er um að ræða góðgerðarviðburð þar sem fólki gefst kostur á að gefa til söfnunarinnar "Fyrir þá sem minna mega sín." Allir sem að verkefninu koma munu gefa vinnu sína og hver króna sem kemur inn fer beint í góðgerðarmál.

Þú getur gefið í verkefnið með því að leggja inn á reikning verkefnisins:
Kt: 540169-3739
Banki 0338 hb 26 nr 003739.

Viðburðurinn er ókeypis og verður í beinni útsendingu miðvikudagskvöldið 9. desember klukkan 20:30 á vefmiðlum kirkjunnar og á visir.is.


Recent

Archive

Categories

Tags